Folaldið fætt

Folaldið okkar fæddist 23. júní þannig að það telst Jónsmessufolald.....

Ég og Aðalheiður ásamt Elisabeth vorum staddar inn í bústað, en höfðum farið í sundlaugina í Reykjarnesi þegar okkur bárust upplýsingar um að lítið og sætt folald væri fætt. Einstök tilviljun að það skyldi fæðast á afmælisdegi yngstu dóttur minnar sem var 13 ára þennan dag, eða hvað ????

Nei... ég segi að hryssan hafi ætlað sér að koma með þetta á þessum degi..... Ekkert smá gaman að fá svona stóra afmælisgjöf.

Þegar við svo komum heim á Ísafjörð þá var strax farið að skoða nýfædda folaldið, sem er auðvitað það fallegasta af öllu sem fallegt er, þá kom Rispa ( móðirin ) á móti okkur ásamt folaldinu, og það var eins og hún vildi við segja okkur : sjáið hvað ég á, sjáið hvað er mitt, því að hún ýtti folaldinu til okkar með snoppunni þar til við gátum klappað og fagnað þessum nýja einstaklingi. Það fer enn um mig ánægjustraumur þegar ég hugsa hvað þetta var allt ánægjulegt.

Aðalheiður er búin að nefna folaldið Júní.

 

Á eftir að setja inn nokkrar myndir af hinum nýjasta einstaklingi við tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með dóttir þína Auður mín en gaman þetta með folaldið. Stórt knús til þín.

Það væri gaman að fá að sjá litla folaldið.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2008 kl. 20:00

2 identicon

Takk fyrir góðar kveðjur Katla mín. Ég þarf að gefa mér tíma fyrir myndirnar. Þær koma á næstunni. Kveðja Auður.

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband