Algjör snilld

Þú veist að það er 2008 ef....

 

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.

 

 

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

 

 

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því

þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .

 

 

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara

á takkann á sjónvarpinu.

 

 

 

 

 

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

 

 

 

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

 

 

 

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

 

 

 

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

 

 

 

10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

 

 

 

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

 

 

 

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu...

Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.

 

 

Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri

einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn

verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

 

En, ef þú bíður of lengi,

mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En

vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun

 


Sumarbústaðaferð og ættarmót.....

Jæja þá er komið að því að fara enn eina ferðina inn í djúp í sumarbústaðinn Grin. Ekki leiðinlegar ferðir þær. Tounge. Það er alltaf gaman að fara í kyrrðina, hlusta á fuglasöng og lækjarniðinn. Hvað er betra en að slappa af og njóta alls þess sem náttúran færir okkur....??

Ætlum að byrja inn í djúpi á fimmtudag 10.júlí, en við erum að smíða stækkun á palli, og það ekkert smá. Svo er verið að fara með pakkhúsið (gestahús), en búið er að gera allt klárt fyrir það. Ómar og Siggi voru áður búnir að fara inn í djúp og steypa sökkla fyrir húsið um leið og verið var að steypa í undirstöður fyrir pallinn. Síðan er stefnan tekin á Reykhóla og ætlunin er að vera þar til sunnudags, en þá er stefnan tekin á Heiðmýri í bústaðinn og dvalið þar í heila viku. Júdilli dúdilli dú Grin.

Á föstudag hefst ættarmótið, þar sem niðjar Vilhjálms Jónssonar skósmiðs og síðar pósts á Ísafirði og konu hans Sesselju Sveinbjörnsdóttur sem bjuggu á Sigurhæð á Ísafirði.

Mótið verður haldið að Reykhólum við Breiðafjörð. Hlakka ekki smá til.

Ætlum að gista í fellihýsinu og hafa það gott og njóta góðra vina og ættingja Cool 

Jæja segi meira af þessu ættarmóti síðar.

 


Folaldið fætt

Folaldið okkar fæddist 23. júní þannig að það telst Jónsmessufolald.....

Ég og Aðalheiður ásamt Elisabeth vorum staddar inn í bústað, en höfðum farið í sundlaugina í Reykjarnesi þegar okkur bárust upplýsingar um að lítið og sætt folald væri fætt. Einstök tilviljun að það skyldi fæðast á afmælisdegi yngstu dóttur minnar sem var 13 ára þennan dag, eða hvað ????

Nei... ég segi að hryssan hafi ætlað sér að koma með þetta á þessum degi..... Ekkert smá gaman að fá svona stóra afmælisgjöf.

Þegar við svo komum heim á Ísafjörð þá var strax farið að skoða nýfædda folaldið, sem er auðvitað það fallegasta af öllu sem fallegt er, þá kom Rispa ( móðirin ) á móti okkur ásamt folaldinu, og það var eins og hún vildi við segja okkur : sjáið hvað ég á, sjáið hvað er mitt, því að hún ýtti folaldinu til okkar með snoppunni þar til við gátum klappað og fagnað þessum nýja einstaklingi. Það fer enn um mig ánægjustraumur þegar ég hugsa hvað þetta var allt ánægjulegt.

Aðalheiður er búin að nefna folaldið Júní.

 

Á eftir að setja inn nokkrar myndir af hinum nýjasta einstaklingi við tækifæri.


Sumarbústaður

Jæja þá er þessi vika búin. Það er búið að vera mjög gaman. Jóhanna, Arnbjörn, Elisabeth, Alex og Róbert komu á fimmtudagskvöld keyrandi frá Patró, þar sem þau áttu góða endurfundi með systur Arnbjörns og öðrum ættmönnum.  það er búið að vera kátt í höllini síðan.  Á föstudegi fór Ómar og Siggi inn í Ísafjarðardjúp, nánar tiltekið inn í Mjóafjörð til að fara með ýmis áhöld til að geta farið að undirbúa sig fyrir framkvæmdir fyrir hið nýja pakkhús (gestahús) sem á að koma fyrir á túnfætinum. Verkið hjá þeim hefur gengið mjög vel.

Á laugardeginum fór svo Kolrún heim þar sem hún þurfti að fara að vinna.


Á ferðalagi

Jæja það er ekki annað hægt að segja en að það sé veðurblíða dag eftir dag. Enn einn sólardagurinn.

Heyrði í Jóhönnu í gær, þá var hún á leiðinni á Patreksfjörð, ( hélt satt að segja að hún hefði misst af leiðinni upp á Þorskafjarðarheiði) en þau voru á leiðinni þangað þar sem Arnbjörn á systur þar sem hann langaði að hitta. Þar var gaman að vera vitni að orðum eins og "oh my good" eða "jesús minn almáttugur" eða eitthvað í þeim dúr þegar ég var að tala við Jóhönnu ( hélt fyrst að eitthvað hefði komið fyrir) en þá var Jóhanna að virða fyrir sér útsýni....Wizard  Þvílík fegurð..... þvílíkur staður...... bara flott..... Hefði viljað vera með þeim í bílnumSmile 

Já þeir eru margir staðirnir sem eru fallegir á Íslandi.

Það er mikil tilhlökkun þegar þau koma hingað.

 

 

 

 


Tilhlökkun

Jæja það er ekki annað hægt en að segja að nú er gaman. í gær hringdi Jóhanna (systir) í mig og sagði að hún, pabbi, á Höfn, og krakkarnir Alex, Róbert og Eliasbeth væru að leggja af stað í dag áleiðis vestur og ætla að vera hjá mér í nokkra daga, jess júdúlli júdulli dú. Hlakka ekkert smá til. Það er búinn að vera alveg yndislegur dagur í dag. Sól og gott veður, annars var ég búin að panta svona daga þegar ég er í sumarfríi, og það hefur staðist hingað til. Um síðustu helgi þá fóru ég og Aðalheiður inn í bústað. Það var ekkert smá gaman hjá okkur. Við tókum eftir að það voru ungar komnir í hreiðrið, sem Maríuerlur voru búin að gera sig velkomnar á pallinn hjá okkur. Þegar við vorum búnar að vera þar í 2 daga þá tókum við eftir því að það voru komnir 5 ungar. Ekki smá gaman að fylgjast með, þegar móður náttúra gefur kost á því að fylgjast með frá því að fyrstu stráin voru að byrja að týnast á pallinn í einhverskonar hnúð, en þar var komið að byggingu hreiðursins. Ég vona að krakkarnir koma til með að fá að vera aðeins með okkur í þessu þegar að þau koma vestur.

Það var einhver óskhyggja hjá Arnbirni að fá að hitta Rögnu á Laugarbóli, þar sem hann eignaðist bókina um hennar frásögn "Ljósið í Djúpinu" og er ég að hugsa um að láta þá ósk hans rætast, þar sem hann og Jóhanna ætla að koma með mér í Djúpið og dvelja í bústaðnum. 

Ég veit að það á eftir að vera mjög gaman hjá okkur öllum. Ég var að segja mömmu frá því að þau væru að koma og henni hlakkar ekki neitt smá til að fá að sjá þau...Grin

  Svo er framundan afmæli hjá Aðalheiði, þar sem hún ætlar að halda upp á það sunnudaginn 22 júní. Ég vona bara að það verði eins gott veður og búið er að vera þann tíma sem ég er búin að vera í fríi.

Hlakka bara til alls.


Gleðilegt nýtt ár.

Ég settist niður eitt augnablik, frá öllu matarstússinu, því að hér þarf að elda mat og annað góðgæti sem borið er fram þessi áramót.

Sendi öllum nær og fjær mínar bestu óskir um gleðilegt ár. Vona að nýja árið verði gott, með friði og hlýju.

Vonandi skánar veðrið svo hægt verði að kveðja gamla árið með stæl, og fagna því nýja með prompi og prakt.

GLEÐILEGAR ÁRAMÓTAKVEÐJUR.


Jólin 2007

Jæja, þá er jólahátiðin að baki. Nú tekur við áramótahátíð.

Búið er að vera mjög gaman yfir þessa hátið ljóss og friðar. Börnin mín 2 sem nú eru flutt til höfuðborgarinnar, komu bæði.

 Berglind kom þann 19.12. Það var mjög kátt í höllini þegar hún kom en það gekk ekki alveg eins vel með Baldur. Hann átti bókað flug á aðfangadag kl. 12. Allt virtist ætla að ganga með að hann kæmist alla leið vestur. Þegar vélin er komin alla leið inn Skutulsfjörðinn, þá horfa allir á eftir vélinni yfir skíðasvæði Ísfirðinga, og tilkynnt var að vélin myndi lenda á Þingeyri vegna óhagstæðra vindáttar á Ísafirði.

Ekki var allt búið, vegna þess að á Þingeyri var ekki hægt að lenda heldur. Var þá vélinni snúið hið snarasta suður og lent á Reykjarvíkurflugvelli. Athuga átti um 15 mín. síðar sem varð því miður að engu, því að aflýsa þurfti flugi þennan dag.

Nú voru góð ráð dýr. Ekki vildi Baldur vera fyrir sunnan á sjálfum jólanum. Var tekið á það ráð að ráða ráðum sínum við annan mann, og tóku því 2 vinir sig saman og fengu sér bílaleigubíl og brunuðu vestur á Ísafjörð. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar bíllinn sem þeir voru á nam staðar fyrir utan Lyngholt á Ísafirði, og þreyttir vinir stigu út. Hægt var að halda GLEÐILEG JÓL.

Það var mikið stuð í Lyngholtinu að kvöldi aðfangadags, því ásamt Berglindi og Baldri, þá komu einnig Siggi og Kolbrún hans kærasta, og voru þau hjá okkur um kvöldið og borðuðu góðan mat ásamt því að taka upp allar gjafirnar sem voru ansi margar þetta fagra kvöld.

Á jóladag fóru þau Siggi og Kolbrún yfir á Súganda, þar sem þau snæddu góðan kvöldverð og höfðu gaman.

Ekki var stoppið langt hjá Baldri, því á annan í jólum var hann farinn suður aftur til að vinna.

Aðalheiði var boðið í afmælisveislu á annan í jólum yfir á Súganda til Regínu. Það var mikið fjör þar.

Það er búið að vera með eindæmum gott hjá okkur yrir þessa hátíð hjá okkur.

Það hefði mátt vera aðeins betra veður yfir hátíðina, en það hefur aðeins verið kalt og vindasamt á okkur. Ekki er veðurspáin góð fyrir áramótin, en við skulum vona að veðrið fari fram hjá okkur og það verði  margar sprengjurnar sem fara í loftið á morgun Gamlársdag.

 

 

 

 

 

 


Verslunarmannahelgi

Það er búið að vera mikið að gera yfir verslunarmannahelgina. Á áætlun var að fara á ættarmót að Ingjaldsandi laugardaginn 04.08.2007 og snæða kvöldverð með hópnum sem þar var staddur en þar sem veðurútlit var ekki gott þá var ferðin blásin af.  Þá var farið að hugsa um að skella sér á Mýrarboltann. Sú skemmtun var hin besta.  Um kvöldið var slegið upp veislu og var farið í pottinn. Á sunnudeginum var aftur lagt af stað á mýrarboltann. Veðrið var eins og best var á kosið sól og blíðaGrin  Á mánudeginum var ákveðið að hafa tiltektardag... Farið var í bílskúrinn og tekið til eins var farið í búrið og tekið til.Halo  .  Eftir að hafa klárað þessa hluti var farið í að skipta út ljósum sem var á áætlun fyrir um nokkrum mánuðum..... Var því verki kl. 9.30 um kvöldið og var þá enn farið í pottinn. Mætt var til vinnu á þriðjudagsmorgunn 07.08.07. Þegar líða tók á daginn gerðist það sem venjulega gerist á köldum og hörðum vetrardögum... jú rafmagnið fór ?????Cool   Heyrst hefur að bilun hafi orðið í Vesturlínu. Ekki varð dagurinn langur í vinnu í dag. Tölvukerfið bilað. Þá er besta ráðið að fara heim. Sem var gert.  Róleg en samt erilsöm helgi liðin.

Mýrarboltinn

Var að velta því fyrir mér þegar ég var í Tungudalnum í dag hvað allir sem tóku þátt í mýrarboltanum í gær og í dag væru duglegir og sprækirSmile. Það var alveg sama hvað var að gerast það var alltaf sama gleðin sem skein út úr hverju andliti hversu þreytt sem hver og einn var. Þeir sem taka þátt í þessu eiga heiður skilinn fyrir skemmtun á verslunarmannahelgi fyrir alla þá sem leið eiga inn í skóg til að berja leikinn augum.  Þvílík skemmtun. Að það skuli ekki fleiri manns slasast þegar leikurinn er í hámarki. Grin

Jafnt ungir sem aldnir tóku þátt í leiknum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband