Heimkoma.

Ég kom heim á föstudaginn (í gær) eftir að hafa keyrt  vestur á litlu púddunni sem var skylin eftir í Reykjavík þegar humarvertíðinni lauk. Ferðin gekk vel í alla staði. Ég varð að skylja Aðalheiði eftir í Reykjavík þar sem hún þarf að fara í segulómun á hné á mánudaginn, þar sem eg taldi ekki ráðlagt að láta hana fara heim og aftur suður fyrir svona stuttan tíma. Þegar ég var að renna inn í Súðavík, þá hringdi Berglind dóttir mín í mig og bað mig um að sækja sig heim vegna þess að bíllinn hennar væri bensínlaus, og hún þyrfti að komast í bæinn.  Þegar ég renndi niður Lyngholtið þá fannst mér skrítið að sjá fullt að bílum lagt út á götu, og var að velta því fyrir mér af hverju Berglind hefði ekki farið á einhverjum af þessum bílum út í bæ sem voru heima. Berglind tók vel á móti mér og Ómar kemur síðan labbandi sposkur á svip innan úr stofu og tekur á móti mér. þegar ég svo lallaði aðeins lengra þá sé ég að Villi Valli bróðir er heima og allir voða sposkir á svip. Í því er mér litið út um svalarhurðina og blasir ekki við mér þvílík sjón að ég hélt að augun dyttu úr mér. Var ekki búið að stækka pallinn um rúmlega helming. Fór ég út um svalarhurðina og þá blasti við mér þvílík sjón að ég fór ósjálfrátt að skjálfa. Úti á pallinum var kominn stór og mikill heitur pottur. Var Ómar að láta renna í hann og eftir stutta stund var farið í pottinn og legið þar í u.þ.b. 1 og 1/2 tíma til að láta þreytuna líða úr sér. Síðan þá er búið að fara í pottinn eins oft og hægt er. Mikið er gaman að lifa í dag.... Ég er alveg ofsalega þakklát Ómari fyrir að koma mér svona á óvart.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband