Sumarbústaðaferð og ættarmót.....

Jæja þá er komið að því að fara enn eina ferðina inn í djúp í sumarbústaðinn Grin. Ekki leiðinlegar ferðir þær. Tounge. Það er alltaf gaman að fara í kyrrðina, hlusta á fuglasöng og lækjarniðinn. Hvað er betra en að slappa af og njóta alls þess sem náttúran færir okkur....??

Ætlum að byrja inn í djúpi á fimmtudag 10.júlí, en við erum að smíða stækkun á palli, og það ekkert smá. Svo er verið að fara með pakkhúsið (gestahús), en búið er að gera allt klárt fyrir það. Ómar og Siggi voru áður búnir að fara inn í djúp og steypa sökkla fyrir húsið um leið og verið var að steypa í undirstöður fyrir pallinn. Síðan er stefnan tekin á Reykhóla og ætlunin er að vera þar til sunnudags, en þá er stefnan tekin á Heiðmýri í bústaðinn og dvalið þar í heila viku. Júdilli dúdilli dú Grin.

Á föstudag hefst ættarmótið, þar sem niðjar Vilhjálms Jónssonar skósmiðs og síðar pósts á Ísafirði og konu hans Sesselju Sveinbjörnsdóttur sem bjuggu á Sigurhæð á Ísafirði.

Mótið verður haldið að Reykhólum við Breiðafjörð. Hlakka ekki smá til.

Ætlum að gista í fellihýsinu og hafa það gott og njóta góðra vina og ættingja Cool 

Jæja segi meira af þessu ættarmóti síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna.  Ég skal hafa þig í huga þegar ég kem til baka. Er ekki búin að fá fullgerða skrá. Sendi þér.  Kv. Auður

Audur Matthiasdottir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtu þér vel á ættarmótinu Auður mín. Stórt knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra með sumarbústaðin Auður mín.  Njóttu þín vel á Ættarmótinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband