Fyrsta bloggfærsla

Jæja þá er ég búin að búa til mína bloggsíðu. Vona bara að ég verði dugleg að skrifa.

Þegar ég var á leiðinni í vinnuna í morgun á heyrði ég í útvarpinu um sjóslysið. Þetta voru hræðilegar fréttir. Tveir menn látnir.  Þegar ég svo frétti hvaða menn höfðu farist þá hugsaði ég til aðstanda.  Sorg. Það er alltaf svo dapurlegt þegar svona slys verða. Allir aðstandendur eiga alla mína samúð.

 

Það er svo margt að ske í kringum mig núna. Nú þessa dagana er verið að undirbúa árshátíð hjá Grunnskóla Ísafjarðar, og hefur verið mikil kátína á mínu heimili út af henni. Heyrst hefur glymjandi söngur á hvaða tíma sem er, og eins er mikill dans sem er dansaður á mínu heimili þar sem dóttir mín mun taka þátt í einu skemmtiatriðinu í skólanum. Mikill undirbúningur hefur farið fram síðustu daga og hefur fataskápur mömmunar ekki fengið frið þar sem föt hafa verið mátuð, því að kanski er hægt að nota eitthvað sem út úr skápanum kemur.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband