Tilhlökkun

Jæja það er ekki annað hægt en að segja að nú er gaman. í gær hringdi Jóhanna (systir) í mig og sagði að hún, pabbi, á Höfn, og krakkarnir Alex, Róbert og Eliasbeth væru að leggja af stað í dag áleiðis vestur og ætla að vera hjá mér í nokkra daga, jess júdúlli júdulli dú. Hlakka ekkert smá til. Það er búinn að vera alveg yndislegur dagur í dag. Sól og gott veður, annars var ég búin að panta svona daga þegar ég er í sumarfríi, og það hefur staðist hingað til. Um síðustu helgi þá fóru ég og Aðalheiður inn í bústað. Það var ekkert smá gaman hjá okkur. Við tókum eftir að það voru ungar komnir í hreiðrið, sem Maríuerlur voru búin að gera sig velkomnar á pallinn hjá okkur. Þegar við vorum búnar að vera þar í 2 daga þá tókum við eftir því að það voru komnir 5 ungar. Ekki smá gaman að fylgjast með, þegar móður náttúra gefur kost á því að fylgjast með frá því að fyrstu stráin voru að byrja að týnast á pallinn í einhverskonar hnúð, en þar var komið að byggingu hreiðursins. Ég vona að krakkarnir koma til með að fá að vera aðeins með okkur í þessu þegar að þau koma vestur.

Það var einhver óskhyggja hjá Arnbirni að fá að hitta Rögnu á Laugarbóli, þar sem hann eignaðist bókina um hennar frásögn "Ljósið í Djúpinu" og er ég að hugsa um að láta þá ósk hans rætast, þar sem hann og Jóhanna ætla að koma með mér í Djúpið og dvelja í bústaðnum. 

Ég veit að það á eftir að vera mjög gaman hjá okkur öllum. Ég var að segja mömmu frá því að þau væru að koma og henni hlakkar ekki neitt smá til að fá að sjá þau...Grin

  Svo er framundan afmæli hjá Aðalheiði, þar sem hún ætlar að halda upp á það sunnudaginn 22 júní. Ég vona bara að það verði eins gott veður og búið er að vera þann tíma sem ég er búin að vera í fríi.

Hlakka bara til alls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi en  gaman hjá ykkur gott að þú ert komin á ný. Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband